Nesbúegg var stofnað árið 1972 af tveimur frumkvöðlum undir nafninu Nesbú hf. Starfsemin var til að byrja með í bílskúr í Keflavík á meðan unnið var að byggingu húsnæðis fyrirtækisins að Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd. Nýja húsið var kallað Jóa hús í höfuðið á honum Jóa sem sá um daglegan rekstur í húsinu og gengur húsið enn þann dag í dag undir því nafni. Í upphafi var fyrirtækið með 2000 varphænur í nýja húsnæðinu en ekki leið á löngu þar til fyrirtækið var stækkað og annað hús var byggt.
Árið 2002 var starfsemi fyrirtækisins aukin og eggjavinnsla byggð í Vogum við Vatnsleysuströnd og jókst vöruframboð fyrirtækisins mikið við þá viðbót. Með tilkomu vinnslunnar var í fyrsta skipti á Íslandi hægt að bjóða upp á gerilsneydd egg og harðsoðin egg. Þeirri nýbreytni var vel tekið og er Nesbúegg eina fyrirtækið á landinu sem gerilsneyðir egg.
Í dag er Nesbúegg annað stærsta eggjabú á landinu. Á neytendamarkaði eru í boði fersk egg í skurn, hamingjuegg. lífræn egg, eggjahvítur og gerilsneyddar eggjarauður. Á fyrirtækjamarkað er auk þess boðið upp á eftirtaldar vörutegundir, heil egg í brúsum, bakaraegg, eggjakökumix, eggjahvítur, eggjarauður og soðin egg.
Nesbúegg hefur fengið viðurkenningu frá CreditInfo fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki síðastliðinn 6 ár. Nesbúegg er þar með í hópi 1,9% fyrirtækja á Íslandi sem fengu viðurkenninguna. Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtæki að uppfylla strangt gæðamat sem byggt er á faglegum kröfum og greiningum CreditInfo. Skilyrðin eru til dæmis að fyrirtækið þarf að hafa skilað ársreikning til RSK síðastliðin þrjú ár, líkur á alvarlegum vanskilum séu minni en 0,5%, rekstrarhagnaður hafi verið jákvæður í þrjú ár í röð og fleira.
Við erum mjög stolt af þessum viðurkenningum og ætlum okkur að sjálfsögðu að fá viðurkenningu að ári.
Lífræn egg
Lífrænar hænur eru frjálsar inní húsunum og húsin skulu vera með hreiðrum, setprikum og náttúrulegri lýsingu. Í lífrænni framleiðslu mega mest vera 6 fuglar á fermeter og gólfið á að vera þakið með undirburði. Þær skulu einnig hafa aðgang að útisvæði. Hænur í Lífrænni framleiðslu fá lífrænt vottað fóður. Bannað er að selja egg sem lífræn nema að hafa fengið lífræna vottun frá viðurkenndum vottunarstofum.
Egg úr frjálsri hagabeit (Free range)
Hænur í frjálsri hagabeit eru lausar inní húsunum og hafa aðgang að hreiðrum og setprikum. Í Frjálsri hagabeit mega mest vera 9 hænur á fermeter og gólfið skal þakið undirburði. Hænur í frjálsri hagabeit fá hefðbundið fóður en þær skulu hafa aðgang að útisvæði.
Lausagönguegg
Lausagönguhænur eru lausar í húsum þar sem eru hreiður og setprik. Í húsunum mega mest vera 9 fuglar á fermeter og gólfið er þakið með undirburði. Lausagönguhænur fá hefðbundið fóður. Nesbúegg er í dag með egg frá lausagönguhænum á markaði undir nafninu Hamingjuegg.
Búregg
Búrhænur eru í húsum með búrum og ekki mega vera fleiri 4 hænur í búri. Búrhænur fá hefðbundið fóður. Hefðbundin búr eru á útleið á Íslandi og verða ekki leyfileg eftir 2021. Eftir það mun öll framleiðslan vera í lausagöngu, frjálsri hagabeit eða lífrænni framleiðslu. Þessi misserin er Nesbúegg að taka stór skref í að skipta úr búrum yfir í lausagöngu og lífræna framleiðslu.
Á Vatnsleysuströnd fer fram stærsti hluti framleiðslunnar. Þar er fyrirtækið með sex hús tengd starfseminni. Í einu húsanna fer fram ungaeldi þar sem ungarnir eru aldir upp að 4 mánaða aldri. Þá eru þeir fluttir í hús sem eru sérstaklega hönnuð fyrir varphænur.
Á Vatnsleysuströndinni eru einnig lausagönguhænur sem þýðir að hænurnar fá að valsa frjálsar um inn í húsunum og hafa hreiður til að verpa í. Nesbúegg hefur verið með egg frá lausagönguhænum á markaði í yfir tíu ár undir nafninu Hamingjuegg.
Skrifstofur fyrirtækisins er einnig á Vatnsleysuströndinni.
Nesbúegg er með tvö hús í Miklholtshelli í Flóahreppi. Árið 2015 fór fyrirtækið í miklar framkvæmdir að Miklholtshelli og byggði nýtt hús á staðnum. Húsið er hannað til lífrænnar eggjaframleiðslu.
Með þessari byggingu varð fyrirtækið stærsti framleiðandi lífrænna eggja á landinu og einnig fyrst allra til að bjóða upp á lífræn egg á neytendamarkaði.
Lífrænu hænurnar eru frjálsar og hafa aðgang að stóru útisvæði (4 m2 á fugl). Þær fá eingöngu lífrænt fóður.
Nesbúegg opnaði eggjavinnslu í Vogum árið 2002 og varð þar með fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að gerilsneyða egg.
Nesbúegg er með nokkra vöruflokka í vinnslunni og eru þeir sérstaklega hugsaðir til að gera bökurum, kokkum og öðrum auðveldara fyrir. Eggjakökumixið til dæmis er tilbúið beint á pönnuna fyrir ljúffenga eggjaköku, eggjahvíturnar í marensinn, eggjarauðurnar í ísinn, heilu eggin í baksturinn og svo má lengi telja.
Í vinnslunni eru egg einnig soðin í fullkominni suðuvél. Á hverjum degi eru soðin hundruð eggja fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Mikill vinnusparnaður er fyrir fyrirtæki að fá eggin soðin og tilbúin til neyslu til sín.
Nesbúegg er í dag eina fyrirtækið á landinu sem gerilsneyðir egg.
Lífræn egg koma frá hænum sem fá lífrænt fóður og hafa aðgang að útisvæði. Í lífrænni framleiðslu mega mest vera 6 fuglar á hvern fermetra inni í stað 9 fugla á hvern fermeter í hefðbundinni framleiðslu. Fuglarnir skulu hafa aðgang að útisvæði þegar veður leyfir en þó aldrei minna en 1/3 líftímans. Fuglar í lífrænni framleiðslu hafa auk þess frjálsan aðgang að rykbaði, hreiðri og setpriki innan dyra.
Lífrænt vottuð framleiðsla fylgir ströngum gæðakröfum og er strangt eftirlit með því að þeim sé fylgt. Lífrænu vottunina þarf að endurnýja árlega. Vottunarstofan Tún ábyrgist vottunina og sér um eftirlit með henni bæði með skipulögðum heimsóknum sem og skyndiheimsóknum þar sem kannað er hvort allt sé samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu.
Helstu þættir vottunarinnar eru:
Nokkrar góðar ástæður til að velja Lífræn egg:
Þú getur treyst lífrænum eggjum frá Nesbúeggjum.
Tún ehf er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu og sjá þau um eftirlit á lífrænni framleiðslu hjá Nesbúeggjum.
Tún er þróunarfélag í þágu almannahagsmuna og vinnur að nýsköpun í matvælaframleiðslu og náttúrunytja í samræmi við alþjóðlega staðla um tillitsemi við lífríki og náttúru.
Vottun er lokaáfangi á misjafnlega löngu ferli sem hefst þegar umsókn um vottun hefur verið send til vottunarstofu. Lífræn vottun er staðfest með vottorði sem tilgreinir nafn þess sem hlýtur vottunina, þær reglur sem vottað er samkvæmt, gildistíma vottunar og umfang hennar. Vottunin veitir handhafa vottorðsins heimild til að nota vottunarmerkið og tilvísun samkvæmt samningi þar um við markaðssetningu vottaðrar framleiðslu.
Sjá betur á heimasíðu túns hér
Nesbúegg hefur ekki verið með egg á markaði með vistvæna vottun. Vistvæn vottun hefur verið marklaus nánast frá því að henni var komið á fót þar sem lítið eftirlit hefur verið með notkun vottunarinnar.
Vottunin hefur verið villandi fyrir neytendur og rugla neytendur oft saman vistvænu og lífrænu en mikill munur er þar á.
Í ágúst 2015 felldi landbúnararráðuneytið vottunina úr gildi þar sem ekkert eftirlit hafi verið með vottuninni og aðilar sem hófu störf eftir að eftirliti með vottuninni var hætt voru með vottunina á sinni vöru.
Nesbúegg hafa verið með Hamingjuegg frá lausagönguhænum á markaði í rúman áratug.