
7 dl hveiti
1 dl sykur
4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
3 Nesbú egg
3 msk olía
ca. 5 dl mjólk
Þurrefnum blandað saman í skál og og eggjum svo hrært saman smátt og smátt ásamt olíunni og mjólkinni með písk. Pönnukökupanna hituð og borin á hana olía eða smjör ef þarf. Deigið sett á pönnuna með stórri skeið eða ausu og skonsurnar steiktar á meðalháum hita. Þegar það fara myndast holur í degið er skonsunum snúið við með pönnukökuspaða eða steikarspaða. Skonsurnar bornar fram heitar með smjöri og því áleggi sem hugurinn girnist, til dæmis osti.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com