1 blómkálshöfuð
1 brokkolíhöfuð
2 Nesbú egg
3 dl rjómi
2-3 dl rifinn ostur
1 hvítlauksrif, saxað smátt eða pressað
1/2 – 1 rauður chili, fræhreinasaður og saxaður smátt
salt & pipar
Ofn hitaður í 225 gráður, undir- og yfirhita. Blómkálið og brokkolíið eru rifin eða skorin niður í passlega stór blóm. Vatn sett í stóran pott og það léttsaltað, suðan látin koma upp. Blómkálið og brokkolíið er soðið í örfáar mínútur, þá má ekki verða mjúkt. Því næst er vatninu helt frá og grænmetið sett í eldfast mót. Egg, rjómi, 1 dl af rifna ostinum, hvílaukurinn, salt, pipar og chili hrært saman og hellt yfir grænmetið. Restinni af rifna ostinum dreift yfir. Bakað í ofni við 225 gráður í 15-20 mínútur.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com