6 kjúklingabringur
ca. 24 Ritz kex kökur
2 bollar Corn Flakes
2 msk sesamfræ
1/4 -1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk ítölsk hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
2 Nesbú eggjahvítur (ca. 70 g)
1 dós jógúrt án ávaxta
1 msk dijon sinnep
1/2 tsk salt
ólífuolía
Ofn er hitaður í 200 gráður. Ofnplata er klædd bökunarpappír og pappírinn smurður eða spreyjaður með ólífuolíu. Kornflex og Ritzkex er mulið í matvinnsluvél og blöndunni síðan blandað saman við cayanne pipar, hvítlaukskryddið og sesamfræin. Í annarri skál er eggjahvítum, dijon sinnepi, jógúrti og salti blandað saman. Kjúklingabringunum er dýft vel ofan í jógúrt blönduna og svo velt upp úr kornfleks-blöndunni þannig að kjötið sé alveg þakið. Kjúklingabringunum er raðað á ofnplötuna, þær penslaðar með smá ólífuolíu og bakaðar í ofni í ca. 30-35 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Athugið að tíminn fer algjörlega eftir stærðinni á bringunum, ef þær eru litlar þarf jafnvel að taka þær út fyrr. Borið fram með sætkartöflu frönskum eða sætkartöflumús og sinnepsjógúrtssósu.
Sinnepsjógúrtsósa:
1 dós grísk jógúrt
ca. 1 msk dijon sinnep
ca. 1/2 tsk ítölsk hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
1.5 tsk hunang
Öllu blandað vel saman með gaffli eða skeið.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com