Pizza með hakkbotni
Pizza með hakkbotni

Pizza með hakkbotni

 

8-900 g. nautahakk

2 Nesbú egg

4 stór hvítlauksrif, söxuð smátt eða pressuð

væn lúka af ferskri steinselju, söxuð smátt

salt og pipar

gott krydd, t.d. chili explosion  og heitt pizzakrydd

sveppir, skornir í sneiðar

rauð paprika, skorin í bita

ca 400 g góð pastasósa (t.d. Premium Hunts pasta sauce með Herbs & Garlic)

2 kúlur ferskur mozzarella (2×120 g), skorin í sneiðar

parmesan ostur, rifinn eða hefðbundinn rifinn ostur

 

Ofn hitaður í 220 gráður. Hakk er sett í skál ásamt eggjum, hvítlauk, steinselju og kryddað með salti, pipar og chili explosion kryddi (eða öðru góðu kryddi) og blandað vel saman með höndunum. Hakkinu er því næst skipt i tvennt og sett í sitt hvort kökuformið sem er ca. 24 cm,  það er líka hægt að nota eldfast mót. Hakkinu er þrýst ofan í formið þannig að það þeki botninn, gott er að hafa kantana aðeins þykkari en miðjuna. Þá er pastasósunni dreift yfir hakkið og því næst sveppum og papriku. Að lokum er rifnum parmesan eða rifnum osti dreift yfir og mozzarella sneiðunum raðað yfir.

Gott að krydda að lokum með heitu pizzakryddi. Sett inn í ofn við 220 gráður í 20-25 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og nautahakkið er eldað í gegn.

 Uppskrift fengin af eldhússögur.is

Fleiri girnilegar uppskriftir í flokknum Aðalréttir

  • Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

    Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

  • Lambaborgarar með fetaosta- og avókadósósu

    Lambaborgarar með fetaosta- og avókadósósu

    5 x 200 grömm
  • Kálfa Parmigiana

    Kálfa Parmigiana

    Fyrir c.a 6
  • Asískar kjötbollur

    Asískar kjötbollur

    ca. 50 litlar kjötbollur
  • Pönnukaka með nautahakki

    Pönnukaka með nautahakki

  • Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk

    Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk

  • Kjötpizza

    Kjötpizza

    Tilbreyting frá venjulegum Pizzum
  • Kjúklingabaunabuff

    Kjúklingabaunabuff

    u.þ.b 7 stk
  • Innbakað nautahakk

    Innbakað nautahakk

    Ljúffengt!
  • Sænskar kjötbollur

    Sænskar kjötbollur

    15 litlir skammtar
  • Eggjakaka

    Eggjakaka

    Frábær á milli mála
  • Parmesan og kryddjurtakjuklingur

    Parmesan og kryddjurtakjuklingur

    Gómsætur kjúklingur
  • KFC kjúklingur með sinnepsjógurtsósu

    KFC kjúklingur með sinnepsjógurtsósu

    kfc hvað
  • Laxabuff með ferskum kryddjurtum, kúskúsi og avókadó - chilisósu

    Laxabuff með ferskum kryddjurtum, kúskúsi og avókadó - chilisósu

    Hollt og gott
  • Blómkáls- og brokkolígratín

    Blómkáls- og brokkolígratín

    Gómsætur og hollur réttur
  • Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum

    Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum

    Réttur fyrir 3-4
  • Eggja- og beikonmúffur

    Eggja- og beikonmúffur

    12 stk.
  • Hakkpanna með eggjum

    Hakkpanna með eggjum

    Baaara gott