Uppskrift (passar í eitt form sem tekur 24 mínímúffur eða form sem tekur 12 venjulegar múffur):
10 Nesbú egg
150 g rifinn ostur (t.d. mozzarella)
3/4 dl rjómi
ca 140 gr beikon
sléttblaða steinselja, skorin smátt (ca. 1 dl), líka hægt að nota graslauk
salt og grófmalaður svartur pipar
það er hægt að bæta við öðrum hráefnum eftir smekk, t.s. spínati, eins er hægt að gera múffurnar meira „spicy“ með t.d. með því að krydda þær með chiliflögum.
Ofn er hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Beikonið er steikt á pönnu þar til það er orðið stökkt, þá er það skorið í litla bita. Eggin er þeytt létt saman í skál. Því næst er rifna ostinum, rjómanum, steinseljunni og kryddinu bætt út í. Blöndunni er því næst ausið með skeið ofan í möffinsformið. Gæta þarf að fara vel ofan í botninn á skálinni með skeiðinni og þannig sjá til þess að beikonið og osturinn dreifist jafnt ofan í hvert hólf. Best er að sléttfylla hólfin. Þá eru múffurnar bakaðar við 180 gráður í 15 mínútur. Á meðan bakstri stendur rísa múffurnar vel upp úr forminu en falla síðan dálítið niður eftir að þær eru teknar út.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com