1300 g laxaflök (roðflett og beinhreinsuð)
3 tsk sambal oelek (chilimauk)
3 mjög vel ristaðar brauðsneiðar, saxaðar eða muldar niður fínt
1 Nesbú egg
1 knippi (ca. 20 g) ferskt kóríander (eða flatlaufa steinselja)
2 hvítlaukslauf, söxuð smátt eða pressuð
grófmalaður pipar
maldon salt
góð kryddblanda (t.d. Roasted Carlic Peppar frá Santa Maria)
olía og/eða smjör til steikingar.
Öllu er maukað saman með gaffli eða mjög gróft í matvinnsluvél. Mikilvægt er að laxinn sé ekki hakkaður alveg niður heldur sé í bitum. Buffin eru mótuð í höndunum og steikt upp úr olíu og/eða smjöri við meðalhita á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið, gætið þess að steikja buffin frekar minna en meira. Borið fram með kúskúsi eða hrísgrjónum, fersku salati og avókadó-chilisósu.
Avókadó-chilisósa:
2 meðalstór, vel þroskuð avókadó (lárperur)
1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
3 msk sweet chili sauce
grófmalaður svartur pipar og maldon salt
Avókadó, sýrðum rjóma og sweet chili sósunni er blandað saman með til dæmis töfrasprota. Það er líka hægt að hafa sósuna grófari og mauka hráefnin saman með gaffli. Smakkað til með salti og pipar.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com