1 stór laukur, saxaður smátt
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
100 g sveppir, saxaðir smátt
smjör og/eða ólívuolía til steikingar
ca 900 g nautahakk
salt & pipar
chiliflögur eða duft
góð ítölsk kryddblanda (t.d. Best á allt frá Pottagöldrum)
1 tsk nautakraftur
2 dósir tómatar í dós (400 g) t.d. bragðbættir með chili
6-8 Nesbú egg
ferskur parmesan ostur, rifinn
ferskar kryddjurtir, t.d. basilika eða flatblaða steinselja, saxað
Laukur, hvítlaukur og sveppir steikt á pönnu. Þegar laukurinn hefur mýkst og sveppirnir tekið lit er hakkinu bætt út á pönnuna og það steikt. Kryddað með salti, pipar, chili, ítölsku kryddi og nautakrafti. Þegar hakkið er steikt er tómötunum bætt út á pönnuna og látið malla í um það bil 5 mínútur, hrært í öðru hvoru. Þá eru gerðar litlar holur í hakkið hér og þar og eitt egg sett í hverja holu. Hitinn er lækkaður og allt látið malla í ca. 5-8 mínútur undir loki. Áður en hakkpannan er borinn fram er stráð vel yfir af grófmöluðum svörtum pipar, parmesan osti og ferskum kryddjurtum. Borið fram með auka rifnum parmesan osti og nýju góðu brauði eða ristuðu brauði.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com