Pönnukaka:
Hakkfylling:
Ofn hitaður í 225 gráður. Hveiti og salt sett í skál og um það bil helmingnum af mjólkinni hrært út í þar til deigið verður slétt. Þá er restinni af mjólkinni bætt við og að síðustu er eggjum bætt út í, einu í senn. Deiginu hellt í vel smurða ofnskúffu og bakað við 225 gráður í ca. 25 mínútur.
Laukur er steiktur á pönnu þar til hann hefur mýkst, þá er sveppum og hvítlauki bætt út á pönnuna og steikt í stutta stund í viðbót. Því næst er hakkið sett á pönnuna og allt steikt. Að lokum er chili sósu, sojasósu, balsamediki og sýrðum rjóma eða rjómaosti bætt á pönnuna og allt kryddað eftir smekk. Látið malla í 5-10 mínútur við vægan hita. Rétt áður en hakkið er tilbúið er rifna ostinum bætt út í. Þá er hakkinu dreift yfir pönnukökuna og henni rúllað upp. Borið fram með salati.