Hráefni
500 gr hakk
3 msk rifinn parmesanostur
3 msk brauðraspur
3 msk steinselja (fersk)
2 slegin Nesbúegg
1 geiri hvítlaukur
salt
pipar
smjör/olía
1 dós (400 gr) af hökkuðum tómötum
1 tsk hvítlauksolía
1 tsk þurkað oregano
125 gr mozzarella
ferskur basil
Stillið ofninn á 220°c
Blandið saman kjötinu, parmesanostinum, steinseljunni og eggjunum. Rífið hvítlaukinn út í og saltið og piprið. Passið að hræra ekki of mikið í kjötinu svo það verði ekki of þétt í sér.
Smyrjið kökuform með smjörinu/olíu. Setjið kjötið í formið og dreyfið úr því, þrýstið létt á það með fingrunum.
Sigtið tómatana svo það sé sem minnst eftir af vökva í þeim. Blandið saman við tómatana hvítlauksolíuni, oregano, salt og pipar. Dreifið tómötunum yfir kjötið, skerið niður mozzarellaostinn og raðið honum ofan á tómatana.
Bakið í 20-25 mín., osturinn ætti að vera orðinn svolítið gylltur.
Skreitið með basil og berið fram með kartöflum og grænmeti.
Uppskrift fengin af síðu Eldhússystra: Kjötpizza