Innbakað nautahakk
500 gr. nautahakk
1 pakki tacokrydd
1 kúla mozzarellaostur (eða annar ostur að vild)
1 pakki smjördeig
Nesbúegg
Sesamfræ
Steikið hakkið á pönnu, blandið tacokryddinu saman við skv. leiðbeiningum á pakka (passa að setja vatn með svo blandan verði ekki of þurr).
Fletjið smördeigið út og skerið í ferninga. Setjið kjöthakk á hvern ferning, dálítinn ost ofan á og klemmið svo smjördeigið saman utan um. (Stærð smjördeigsins og hversu mikið af hakki fer á þetta fer dálítið eftir smekk – sjá myndir hér að neðan) Penslið smjördeigið með eggi og stráið semsamfræum ofan á.
Bakið við 225 gr. þar til gullinbrúnt. Berið fram með salati og sósunni hér að neðan.
Hunangssósa
2 dl sýrður rjómi
1/2 dl majónes (létt majónes ef vill)
1 hvítlauksrif
1/2 – 1 msk hunang
Salt og Pipar
Hrærið öllu saman og geymið í kæli í 1 – 2 tíma.
Uppskrift fengin af síðu Eldhússystra: Innbakað nautahakk