Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk
Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk

Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk

Uppskrift:

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 dós jógúrt án ávaxta (180 g)
  • 1 Nesbú eggjahvíta     
  • 1 msk dijon sinnep
  • 60 g ostasnakk
  • 50 g kornflex
  • 1/2 tsk cayanne pipar
  • 1/2 hvítlaukskrydd
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1/2 tsk oregano
  • 1/2 tsk basilika
  • salt & pipar
  • ólífuolía
  • 500 g sætar kartöflur.

 

Ofn er hitaður í 200 gráður. Ofnplata er klædd bökunarpappír og pappírinn smurður með ólífuolíu. Sætu kartöflurnar er skornar í hæfilega stóra bita líkt og franskar kartöflur. Þeim er velt upp úr ólífuolíu, salti, pipar og öðru góðu kryddi, t.d. ítölsku kryddi. Því næst er þeim dreift yfir annan helming bökunarplötunnar. Kornflex og ostasnakk er mulið í matvinnsluvél og blöndunni síðan blandað saman við cayanne pipar, salt, hvítlaukskrydd, paprikukrydd, oregano og basiliku. Í annarri skál er jógúrti, eggjahvítu, dijon sinnepi og salti blandað saman. Kjúklingabringunum er dýft vel ofan í jógúrt blönduna og svo velt upp úr ostasnakks-blöndunni þannig að kjötið sé alveg þakið. Kjúklingabringunum er raðað á ofnplötuna, þær penslaðar með smá ólífuolíu og bakaðar í ofni í ca. 30-35 mínútur ásamt sætu kartöflunum eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Athugið að tíminn fer eftir stærðinni á bringunum. Borið fram með kryddjurtasósu með hvítlauki.

Kryddjurtasósa með hvítlauki

 

  • 1 dós sýrður rjómi (t.d. 10% eða 18%)
  • ca. 2 tsk Herbes de Provence frá Pottagöldrum
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • salt og pipar

 

Öllu blandað vel saman með gaffli eða skeið.

 

Uppskrift fengin af eldhússögur.com

Fleiri girnilegar uppskriftir í flokknum Aðalréttir

  • Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

    Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

  • Lambaborgarar með fetaosta- og avókadósósu

    Lambaborgarar með fetaosta- og avókadósósu

    5 x 200 grömm
  • Kálfa Parmigiana

    Kálfa Parmigiana

    Fyrir c.a 6
  • Pizza með hakkbotni

    Pizza með hakkbotni

  • Asískar kjötbollur

    Asískar kjötbollur

    ca. 50 litlar kjötbollur
  • Pönnukaka með nautahakki

    Pönnukaka með nautahakki

  • Kjötpizza

    Kjötpizza

    Tilbreyting frá venjulegum Pizzum
  • Kjúklingabaunabuff

    Kjúklingabaunabuff

    u.þ.b 7 stk
  • Innbakað nautahakk

    Innbakað nautahakk

    Ljúffengt!
  • Sænskar kjötbollur

    Sænskar kjötbollur

    15 litlir skammtar
  • Eggjakaka

    Eggjakaka

    Frábær á milli mála
  • Parmesan og kryddjurtakjuklingur

    Parmesan og kryddjurtakjuklingur

    Gómsætur kjúklingur
  • KFC kjúklingur með sinnepsjógurtsósu

    KFC kjúklingur með sinnepsjógurtsósu

    kfc hvað
  • Laxabuff með ferskum kryddjurtum, kúskúsi og avókadó - chilisósu

    Laxabuff með ferskum kryddjurtum, kúskúsi og avókadó - chilisósu

    Hollt og gott
  • Blómkáls- og brokkolígratín

    Blómkáls- og brokkolígratín

    Gómsætur og hollur réttur
  • Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum

    Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum

    Réttur fyrir 3-4
  • Eggja- og beikonmúffur

    Eggja- og beikonmúffur

    12 stk.
  • Hakkpanna með eggjum

    Hakkpanna með eggjum

    Baaara gott