Aðferð
Blandið saman heilhveit, salti, lyftidufti, kanil og sykri.
Blandið saman, í annarri skál, eggi, mjólk og banana. Bætið sykrinum, jógúrtinni og vanilludropunum út í og hrærið vel.
Blandið vökvanum við þurrefnin, ekki blanda of vel, einungis þar til eru ekki stórir hveitikekkir í deiginu.
Hitið pönnu á miðlungshita, smyrjið með smá smjöri, setjið tæpan dl af deigi á pönnuna fyrir hverja pönnuköku. Steikið þar til pönnukakan fer að „búbbla“ (þar til litlar loftbólur sjást og springa) og snúið þá við og steikið hinum megin í ca. 2 mín. í viðbót. Ég smurði pönnuna einu sinni til viðbótar (í upprunalegu uppskriftinni er talað um að smyrja/spreya fyrir hverja pönnuköku en ég gerði það ekki). Ef þær festast mikið við pönnuna er sjálfsagt að smyrja oftar.
Uppskrift fengin af heimasíðu Eldhússystra