Hitið ofninn í 170°C og takið til 20x20 sentímetra form. Gott er að klæða það með smjörpappír og láta hann ná upp á hliðar svo auðvelt sér að ná kökunni upp úr forminu.
Bræðið smjör og súkkulaði saman þar til allt er bráðið og vel blandað saman. Bætið sykri og kakói vel saman við.
Hrærið hveiti og vanilludropum saman við og síðan eggjunum. Þar sem þetta er brúnka þá á bara að hræra saman þar til allt er blandað saman en ekki of mikið.
Hellið helming af deiginu í formið. Raðið síðan Remi-kexinu ofan á og ferhyrningum af Pipp-súkkulaði.
Setjið inn í ofn og bakið í ca 40 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en þið búið til krem.
Krem
Þeytið smjörið í 2 mínútur og bætið síðan restinni af hráefnunum saman við. Blandið vel saman og skreytið kökuna.