Hitið ofninn í 175°C og klæðið tvö hringlaga form, sirka 18 sentímetra stór, með smjörpappír.
Byrjið á því að þeyta eggin vel þar til þau þeyta. Hellið síðan sykrinum varlega saman við í mjórri bunu og þeytið þar til blandan minnir á búðing, eða í um 5 til 7 mínútur.
Blandið síðan hveiti, lyftidufti og sjávarsalti vel saman við.
Setjið mjólk og smjör í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið þar til smjörið er bráðnað.
Nú þarf að eins að tempra þannig að sirka einn bolli af deiginu er hrærður saman við heita mjólkina. Síðan er því hellt saman við restina af deiginu og hrært vel saman. Að lokum er vanilludropum blandað saman við.
Deilið deiginu á milli formanna tveggja og bakið í tuttugu mínútur. Lækkið síðan hitann í 160°C og bakið í tíu mínútur til viðbótar, en fylgist vel með botnunum svo þeir brenni ekki.
Leyfið botnunum að kólna áður en sósan og kremið er sett á.
Karamellusósa
Setjið sykur í pott og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í sykrinum, en fyrst mun hann verða að kögglum og síðan bráðna í ljósbrúna blöndu.
Þegar sykurinn er bráðnaður bætið þið smjörinu út í og hrærið áfram stanslaust. Passið ykkur því blandan mun bubbla og láta illa þegar smjörið snertir sykurinn. Hrærið þar til allt smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við sykurinn.
Hellið síðan rjómanum varlega út í á meðan þið hrærið en blandan mun aftur láta illa. Leyfið þessu að sjóða í um 1 mínútu en haldið áfram að hræra stanslaust.
Takið pottinn af hellunni og blandið saltinu og vanilludropum saman við. Hellið blöndunni í aðra skál og leyfið henni að ná stofuhita.
Makið dágóðum slatta af sósunni á annan kökubotninn.
Smjörkrem
Þeytið smjörið í 5-6 mínútur og bætið síðan flórsykri, karamellusósu og vanilludropum saman við.
Blandið smá rjóma saman við ef kremið er of þykkt.
Skellið vænri slummu af kreminu ofan á karamellusósuna á öðrum botninum og lokið kökunni með hinum botninum. Leyfið síðan ímyndunaraflinu að taka við þegar þið skreytið kökuna.