Hitið ofninn í 180°C og takið til 25-30 möffinsform.
Þeytið smjöri og sykri vel saman í skál.
Bætið mjólk, lyftidufti, kanil, eggjum og vanilludropum saman við og hrærið vel.
Bætið hveitinu varlega saman við og blandið þar til allt er vel blandað saman en passið að hræra ekki of lengi.
Deilið deiginu í möffinsform og bakið í 14-16 mínútur.
Leyfið kökunum að kólna áður en fyllingin er sett í.
Eplakökufylling
Bræðið smjör á pönnu yfir meðalhita.
Setjið epli, sykur, púðursykur, sítrónusafa og kanil saman við og eldið þetta í um 10 mínútur, eða þar til eplin eru orðin mjúk. Hrærið reglulega í blöndunni.
Setjið sterkju og vatni saman við og eldið þar til blandan er aðeins farin að þykkjast.
Skellið í skál og kælið aðeins.
Skerið litla holu í miðjuna á hverri bollaköku og setjið fyllingu ofan í.
Smjörkrem
Þeytið smjörið í 1-2 mínútur og bætið síðan flórsykrinum út í og hrærið vel.
Bætið karamellusósu og vanilludropum saman við og hrærið vel saman.