Hitið ofninn í 180°C og takið til form sem er ekki stærra en 20 sentímetrar að stærð. Smyrjið það vel eða klæðið með smjörpappír.
Bræðið smjörið í örbylgjuofni. Leyfið smjörinu að hvíla aðeins áður en egginu er bætt við svo það steikist ekki í heitu smjörinu.
Bætið siðan hnetusmjöri, púðursykri og vanilludropum vel saman við.
Bætið hveitinu út í og hrærið þar til allt er blandað saman - ekki lengur en það.
Myljið næstum því allt pretzel en geymið nokkur til að skreyta kökuna. Hrærið því út í deigið, sem og karamellukurlinu, með sleif eða sleikju. Gott er að geyma nokkrar karamellukurlskúlur til að skreyta.
Skreytið kökuna með því sem er eftir að pretzel og kurli og bakið í 22-24 mínútur. Best er að skera kökuna þegar hún er búin að standa í klukkutíma eða tvo.