8 Nesbú eggjahvítur (250 g)
400 gr sykur
1/2 tsk salt
3 tsk edik (t.d. borðedik eða hvítvínsedik)
1 poki lakkrískurl (150 g)
1/2 líter rjómi
150 g súkkulaðirúsínur
1 pakki kókosbollur (4 stykki), skornar fremur smátt
100 gr suðusúkkulaði + 1-2 msk rjómi eða mjólk
Ber og ávextir, t.d. jarðaber, bláber, hindber, blæjuber, kíwi, vínber og ástaraldin
Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur stífþeyttar, sykri bætt smám saman út í ásamt ediki og salti. Að síðustu er lakkrískurlinu bætt út í. Marengsinn settur í eldfast mót (ca. 35×25 cm.) og bakaður við 175 gráður í 30 mínútur, þá er lækkað niður í 135 gráður og bakað í 30 mínútur til vibótar. Eftir það er slökkt á ofninum og marengsinn látin kólna í ofninum, helst yfir nóttu, þó ekki nauðsyn. Rjóminn er þeyttur, súkkulaðirúsínum er því næst bætt út í ásamt kókosbollunum og rjómanum síðan smurt yfir marengsinn.
Skreytt með berjum og ávöxtum. Að lokum er suðusúkkulaði brætt, mjólk eða rjóma blandað saman við til að þynna blönduna og súkkulaðinu dreift yfir berin og ávextina.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com