Hitið ofninn í 175°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur.
Myljið Oreo-kökurnar og blandið mylsnunni saman við hveiti, matarsóda og salt.
Blandið smjöri, sykri og púðursykri saman í annarri skál þangað til allt er vel blandað saman. Hrærið egginu saman við.
Blandið þurrefnunum rólega saman við og passið að hræra ekki of mikið.
Búið til kúlur úr deiginu og reynið að hafa þær allar svipað stórar. Setjið kúlurnar á plöturnar og fletjið þær aðeins út. Bakið kökurnar í 9 til 11 mínútur og leyfið þeim að kólna áður en smjörið er sett á.
Kremið
Blandið smjöri og rjómaosti vel saman þangað til blandan er létt og ljúf.
Bætið flórsykri og vanilludropum saman við og blandið saman þangað til blandan er kekkjalaus.
Myljið Oreo-kexin og blandið saman við. Finnið kökur sem eru svipað stórar og setjið krem á milli.