Skerið appelsínuna niður í þunnar sneiðar. Hitið sykur og vatn á pönnu yfir meðalháum hita þar til sykurinn hefur leysts upp.
Setjið sneiðarnar í einfaldri röð á pönnuna og leyfið að malla í 20 mínútur. Snúið appelsínunum einu sinni á þessum tíma.
Setjið appelsínusneiðarnar á bökunarpappír og leyfið þeim að kólna. Hellið sírópinu í bolla og geymið.
Brúnkan
Hitið ofninn í 190°C. Bræðið dökkt súkkulaði, mjólkursúkkulaði og smjör saman.
Blandið salti, púðursykri og appelsínusírópinu vel saman við súkkulaðiblönduna.
Hrærið vanilludropum saman við og því næst eggjunum, eitt í einu.
Blandið því næst hveiti og kakó við blönduna. Rífið börkinn af einni appelsínu og skellið út í deigið.
Setjið í ferhyrningslaga form og bakið í 25 til 30 mínútur. Munið að brúnkur eiga að vera aðeins óbakaðar þannig að þessi er tilbúin þegar prjóni er stungið í miðjuna og það kemur smá kaka með.