Hitið ofninn í 180°. Myljið hafrakexið og bræðið smjörið. Blandið þessu tvennu saman og þrýstið í bökunarform að eigin vali.
Hellið „condensed milk“ yfir hafrakexbotninn.
Stráið súkkulaðinu og Butterscotch-bitunum yfir. Að lokum er kókosflygsunum stráð yfir.
Takið ykkur skeið í hönd og þrýstið blöndunni vel ofan í formið.
Bakið í 25 til 30 mínútur og leyfið aðeins að kólna áður en þið hefjist handa við að klára þessi ósköp. Nú eða leyfið þessu alveg að kólna og hitið upp þegar gesti ber að garði!