Hitið ofninn í 180°C og smyrjið kleinuhringjaform vel.
Blandið þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar.
Blandið eggi, vanilludropum, olíu og sýrðum rjóma saman í annarri skál.
Hitið mjólkina og hellið yfir Mars-ið sem þið eruð búin að brytja niður. Leyfið blöndunni að bíða í 1 til 2 mínútur og hrærið svo þar til allt er vel blandað saman og bráðið.
Blandið þurrefnum, eggjablöndunni og Mars-blöndunni vel saman og sprautið deiginu í kleinuhringjaformið.
Bakið í 12 til 15 mínútur og leyfið hringjunum að kólna áður en þið setjið glassúrinn á.
Glassúr
Hitið mjólkina og hellið yfir Mars-ið sem þið eruð búin að brytja niður. Leyfið blöndunni að bíða í 1 til 2 mínútur og hrærið svo þar til allt er vel blandað saman og bráðið.
Blandið Mars-blöndunni saman við restina af hráefnunum og skreytið kleinuhringina. Ég skar svo að sjálfsögðu smá meira Mars niður og skreytti með því.