Hitið ofninn í 180°C. Byrjið á að bræða súkkulaðið og leyfa því að kólna.
Þeytið eggjahvítur og salt saman þar til blandan byrjar að freyða. Blandið þá sykri varlega saman við og þeytið í 15 til 20 mínútur.
Blandið kakói og lyftidufti saman við. Blandið síðan súkkulaðinu saman við með sleif og ekki blanda of vel - við viljum marmaraáferð á marensinn.
Þessi uppskrift dugir í einn stóran botn (eina ofnskúffu) eða tvo minni. Ég setti minn á ofnskúffu. Svo bara inní ofn og lækka hitann á honum í 150°C. Bakið í klukkutíma til einn og hálfan tíma. Opnið síðan ofninn og leyfið marensinum að kólna inni í ofninum.
Þeytið rjóma með flórsykri og fræjum úr einni vanillustöng. Skellið á marensinn og skreytið með því sem þið viljið. Ég notaði súkkulaði og karamellukurl.
Marensinn er bestur ef hann fær að liggja í rjómanum yfir nótt.