Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjör yfir lágum hita. Bætið hvíta súkkulaðinu og sykrinum við og leyfið að malla í 2 til 3 mínútur. Munið samt að hræra allan tímann. Takið blönduna af hellunni og leyfið henni að kólna aðeins.
Bætið við egginu, vanilludropum og salti. Bætið hveitinu við og hrærið þar til allt er blandað saman - ekki meira en það.
Setjið blönduna í lítið, ferhyrningslaga form og bakið í 25 til 30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna og hlaðið svo í kremið.
Krem
Bræðið smjör og súkkulaði saman og drissið yfir kökuna.