4 Nesbúegg
3,5 dl sykur
2 tsk vanillusykur
6 msk kakó
3 dl hveiti
200 g smjör, brætt
100 g Nissa með lakkrís
Ofninn hitaður í 175 gráður, undir- og yfirhita, og 24-26 cm smelluform smurt að innan. Smjörið brætt og látið kólna dálítið. Egg og sykur þeytt saman. Því næst er vanillusykri, kakói, bræddu smjöri og hveiti bætt út í. Deiginu er hellt í bökunarformið og Nizzamolunum er þrýst ofan í deigið hér og þar, einum í einu. Því næst er kakan bökuð í miðjum ofni við 175 gráður (undir- og yfirhita) í ca. 30 mínútur kakan á að vera blaut í miðjunni.
Karamellukrem:
1/2 dl rjómi
1/2 dl síróp
100 g pippsúkkulaði með karamellu
50 g smjör
Rjómi, síróp og pippsúkkulaði sett í pott og látið malla í nokkrar mínútur við meðalhita þar til að blandan þykknar. Gott að hræra í blöndunni öðru hvoru á meðan. Þá er potturinn tekinn af hellunni og smjörinu bætt út í. Hrært þar til allt hefur blandast vel saman. Gott er að láta kremið standa í smá stund til að fá það þykkara. Þá er kreminu hellt yfir kökuna og hún látin kólna í ísskáp í ca. 2-3 tíma. Skreytt með lakkrís og borin fram með þeyttum rjóma.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com