Hitið ofninn í 180°C og takið til möffinsform. Setjið eina Oreo-kexköku í botninn á hverju formi (ca 12 form).
Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman og setjið til hliðar.
Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins. Bætið síðan sykri, eggi, sýrðum rjóma, mjólk og vanilludropum saman við smjörið.
Blandið smjörblöndunni varlega saman við þurrefninn. Grófsaxið 8 Oreo-kexkökur og blandið þeim varlega saman við. Deilið deiginu í möffinsformin og bakið í 20 til 23 mínútur.
Krem
Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því aðeins að kólna.
Blandið smjöri og flórsykri vel saman. Bætið því næst hvíta súkkulaðinu, vanilludropum og mjólk saman við.
Takið kremið af síðustu 2 Oreo-kökunum. Fínmyljið þær, til dæmis í matvinnsluvél. Skreytið kökurnar með kreminu og drissið Oreo-mulningi yfir.