Hitið ofninn í 180°. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og setjið til hliðar.
Blandið saman smjöri, púðursykri og sykri í annarri skál. Bætið vanilludropunum út í og síðan eggjunum, einu í einu.
Hrærið ananasinn, ásamt safanum af honum, varlega saman við með sleif. Deilið á milli möffinsforma og bakið í 15 til 20 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á.
Kókoskrem
Blandið smjöri og flórsykri vel saman.
Bætið því næst kókosmjólk og vanilludropum saman við og hrærið vel.
Skreytið kökurnar og drissið jafnvel kókosmjöli og ananas yfir.